laugardagur fyrir 3j í aðventu
Hæ,
Ferlege er nú gaman að vera útskrifaður. Tilfinning sem er alls ekki að dofna. Vinn á þessu á næsta ári.
Jólin eru á næsta leyti og útlit fyrir að margir muni njóta ávaxta vinnu minnar jafnvel bara í janúar. Ég er að rembast við jólakortin og satt að segja gengur það bara ekkert of vel. Ég veit ekki hvað þau eiga vera löng. Hvað telst lágmarkslengd? Eru það 4 slög á línu án línubils? Hvernig teljast krot og pár inn í þetta? Oh, ég vona bara að þau fái samþykki póstsins og verði send áfram á viðtakanda. Svo er ég í vafa með heimildaskrána. Æi, ætli ég sendi nokkuð. Forsíðan er líka vandamál.
Gleðilegan 3j í aðventu!!! By the way hvaðan kemur þetta aðventutal og af hverju eru aðventurnar bara 4? Er aðventukransagerðarmafían með puttana í þessu?
kveðja,
Arnar Thor
Ferlege er nú gaman að vera útskrifaður. Tilfinning sem er alls ekki að dofna. Vinn á þessu á næsta ári.
Jólin eru á næsta leyti og útlit fyrir að margir muni njóta ávaxta vinnu minnar jafnvel bara í janúar. Ég er að rembast við jólakortin og satt að segja gengur það bara ekkert of vel. Ég veit ekki hvað þau eiga vera löng. Hvað telst lágmarkslengd? Eru það 4 slög á línu án línubils? Hvernig teljast krot og pár inn í þetta? Oh, ég vona bara að þau fái samþykki póstsins og verði send áfram á viðtakanda. Svo er ég í vafa með heimildaskrána. Æi, ætli ég sendi nokkuð. Forsíðan er líka vandamál.
Gleðilegan 3j í aðventu!!! By the way hvaðan kemur þetta aðventutal og af hverju eru aðventurnar bara 4? Er aðventukransagerðarmafían með puttana í þessu?
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli
Held það hafi eitthvað með það að gera að:
1. JC hafi haft 4 útlimi til að hengj'ann uppá....
2. Jólasveinar 1 og 8, deilt í tvennt, er sirka 4.
3.kertastjakar eru oftast fyrir 4 kerti..
4.mamma og pabbi JC voru jú 2 einstaklingar, gefum okkur að hann hai svo verið ættleiddur, þá hafi hann átt allt í allt 4 foreldra, og þá er einn aðventudagur fyrir hvert stykki....
Þetta er allt eitt alsherjar samsæri..
kv. Hottí Spottí
jólastuðkveðja, Sif